Deprecated: mysql_connect(): The mysql extension is deprecated and will be removed in the future: use mysqli or PDO instead in /storage/content/30/1008530/ferdafjordungur.is/public_html/open.db.php on line 30
Félagið á þrjá skála á Gjögraskaga, á Látrum, í Keflavík og á Þönglabakka. Þetta voru áður skipbrotsmannaskýli í umsjón Slysavarnarfélagsins Ægis og síðar Björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík.
Starf björgunarsveita nú á dögum snýst um allt annað en halda við gömlum skipbrotsmannaskýlum sem ekki hafa lengur það hlutverk sem þeim var upphaflega ætlað. Björgunarsveitin vildi fyrir alla muni losna við þessi hús sem þurftu orðið mikið viðhald og gaf þau þess vegna Ferðafélaginu Fjörðungi árið 2006. Félagið hafði þá ekki starfað í mörg ár og var endurreist til að taka við þessu hlutverki. Frá þessum eignaskiptum var formlega gengið 2009.
Verð: 3000 kr. á mann fyrir nóttina í öllum skálum nema á Gili kostar nóttin 4000kr. á mann.